Eru samningsmarkmiðin ríkisleyndarmál?

Össur Skarphéðinsson, ESBgrúppía nr. 1, þegir þunnu hljóði heimafyrir um þau markmið sem hann segist hafa um innlimunarkostina varðandi íslenskan sjávarútveg gagnvart ESB en blaðrar endalaust um sjálfan sig og innlimunarviðræðurnar erlendis eins og sést af þessu í viðhangandi frétt:  "„Við þurfum að hefja viðræðurnar, takast á við vandamálin og þannig munum við ná samkomulagi sem Ísland mun fara eftir. Við erum reiðubúin að leggja fram samningsmarkmið okkar,“ sagði Össur Skarphéðinsson, utanríkisráðherra, við fjölmiðla í Brussel í gær."

Össur hefur ekki haft uppi nokkra einustu tilburði til að kynna áform sín fyrir Íslendingum um uppgjafarskilmála varðandi sjávarútveg og landbúnað í innlimunarviðræðunum við ESB, hvorki fyrir almenningi og ekki heldur fyrir Alþingi svo vitað sé.

Getur það virkilega verið að "kröfur" Íslendinga í þessu innlimunarferli, ef einhverjar kröfur eru þá uppi á borðum, séu ríkisleyndarmál? 


mbl.is Samningsmarkmiðin tilbúin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Árangur Íslands á leið sinni INN í ESB

Stefan Fule, innlimunarstjóri ESB, er ekkert feiminn við það, frekar en allir aðrir en íslenskir ráðamenn, að viðurkenna að innlimunaráætlunin vegna Íslands snúist aðallega um hversu hratt landið getur aðlagað sig að lögum ESB, en ekki um "hvað sé í pakkanum", eins og vel sést af eftirfarandi orðum hans: 

„Ég er mjög ánægður með þann góða árangur sem Ísland hefur náð til þessa á leið sinni inn í Evrópusambandið. Það er ljóst að inngangan er erfitt ferli og hraði þess byggist á því hversu vel Íslandi tekst að sýna fram á að það geti að lokum undirbúið sig fyrir aðild að sambandinu á öllum sviðum.“

Þetta er auðvitað ekki nýr sannleikur, en sannleikur sem Össur Skarphéðinsson reynir ennþá að leyna fyrir þjóðinni.  Í fréttinni kemur eftirfarandi einnig fram:  "Þá sagði Füle mikilvægt að fólk gerði sér grein fyrir því að aðildarviðræðurnar snerust ekki aðeins um það hvernig taka ætti upp löggjöf Evrópusambandsins heldur einnig um það að auka skilning á milli sambandsins og Íslendinga á því sem máli skipti, lykilhagsmunum hvors annars og þörfum þeirra."

Það er tími til kominn að Össur hætti að leika sér úti í Evrópu með "stóru strákunum" enda mun þjóðin aldrei samþykkja að blanda sér í þann leikaraskap.


mbl.is Sáttur við hraðann á ferlinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 23. júní 2012

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband