Rannsóknaraðferðir Geirfinnsmálsins?

Á sínum tíma voru sakborningar í Guðmundar- og Geirfinnsmálum látnir dúsa í gæsluvarðhaldi mánuðum saman og allt upp í tvö ár í einangrun. Nokkrir einstaklingar sem ekkert tengdust málunum voru látnir dúsa í einangrun í marga mánuði í þeirri von að þeir myndu brotna niður að lokum og játa á sig sakir.

Síðar voru slíkar rannsóknaraðferðir fordæmdar og lögregluyfirvöld hafa afsakað framferði sitt með því að á þeim tíma hefðu rannsóknaraðferðir verið frumstæðar og reynsla íslenskrar rannsóknarlögreglu af meiriháttar afbrotum engin verið.

Við lestur viðhangandi fréttar rifjast þessi ótrúlegu vinnubrögð upp en einn sakborningur hefur setið í gæsluvarðhaldi í sex mánuði vegna gruns um aðild að hrottalegu líkamsárásarmáli, án þess að nokkuð hafi komið fram sem sannar aðild hans eða vitneskju um málið.

Hafa íslenskir rannsóknaraðilar ekkert lært á undanförnum áratugum?


mbl.is Vítisenglar héldu fundargerðarbók
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 21. júní 2012

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband