Hortugur lagabrjótur

Þegar Jóhanna Sigurðardóttir var Félagsmálaráðherra stóð hún fyrir lagabreytingum um vald Jafnréttisstofu í þeim að efla stofnunina með þeim ásetningi að mark yrði tekið á úrskurðum hennar og stofnanir ríkisins myndu ekki komast lengur upp með að hunsa þá bótalaust.

Sem forsætisráðherra hefur Jóhanna gerst sek um að brjóta lögin sem hún barðist sjálf fyrir að innleiða og nú bregður svo við að hún reynir að gera lítið úr Jafnréttisstofu, hártoga niðurstöðu hennar og gefa í skyn að úrskurðurinn hafi verið svo vafasamur að sérstakan "rýnihóp" þyrfti að setja á fót til að yfirfara niðurstöðuna.

Héraðsdómur hefur nú "rýnt" í þetta mál og komist að sömu niðurstöðu og Jafnréttisstofa, þ.e. að Jóhanna Sigurðardóttir sé lagabrjótur af hortugustu gerð, enda reyndi hún að niðurlægja þann umsækjanda sem hún sniðgekk við ráðningu eftir að hafa brotið lögin sem um slíkar ráðningar gilda.

Með sanni má segja að Jóhanna Sigurðardóttir sé hortugur lagabrjótur. Ef til vill ekki undarlegt ef litið er til framkomu hennar almennt í samskiptum við annað fólk.


mbl.is Fagnar niðurstöðu héraðsdóms
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 20. júní 2012

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband