Neyðarlögin tekin til eftirbreytni erlendis

Við bankahrunið í október 2008 björguðu Neyðarlögin því sem bjargað varð í peningamálum þjóðarinnar, en eins og allir muna vafalaust voru bankainnistæður settar fremstar í kröfuröð við gjaldþrot fjármálastofnana, sem t.d. verður til þess að breskir og hollenskir Icesaveinnistæðueigendur munu fá kröfur sínar greiddar úr þrotabúi Landsbankans  og fá forgang á aðra kröfuhafa við uppgjör búsins.

Ýmsir gagnrýndu þessa íslensku lagasetningu á sínum tíma, en nú er svo komið að erlendar ríkisstjórnir eru farnar að sjá snilldina við setningu Neyðarlaganna á sínum tíma, þó erfitt sé að viðurkenna það og einhver tími muni vafalaust líða þar til forgangur innistæðna verður almennt viðurkenndur í heiminum, en þó er breska ríkisstjórnin að ríða á vaðið og taka Neyðarlögin sér til fyrirmyndar við endurskoðun laga um fjármálakerfið, eða eins og segir í viðhangandi frétt:

"Gert er ráð fyrir að breska ríkisstjórnin leggi fram lagafrumvarp um umbætur í breska fjármálakerfinu síðar á þessu ári þar sem meðal annars verði kveðið á um forgang innistæðueigenda en eins og mbl.is hefur áður fjallað um fela þau áform í sér að farin verði sambærileg leið og gert var með neyðarlögunum sem sett voru hér á landi í kjölfar bankahrunsins haustið 2008."

Líklega mun ríkisstjórnar Geirs H. Haarde verða minnst víða um lönd fyrir fyrihyggjusemi sína og byltingarkennda lagasetningu á neyðarstundu þegar heimurinn verður almennt búinn að melta það sem í Neyðarlögunum fólst.


mbl.is Breskir innistæðueigendur í forgang
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 15. júní 2012

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband