Alvaran blasir við Steingrími J.

Sá fjöldi sem sækir íbúafund um sjávarútvegsmál í Fjarðarbyggð hlýtur að koma Steingrími J. og öðrum stjórnarþingmönnum í skilning um þá miklu alvöru sem býr að baki öllum þeim mótmælum sem á ríkisstjórninni dynja vegan hins brjálæðislega veiðileyfagjalds sem hinn skattaóði Steingrímur vill drepa greinina með, ásamt með vanhugsuðum breytingum á sjálfu stjórnkerfi fiskveiðanna.

Það ætti auðvitað að varða við lög að leggja fyir Alþingi svo illa unnin frumvörp að flutningsmaðurinn sjálfur skuli láta fylgja þeim að þau séu "hrá" og verði "auðvitað lagfærð" af þingnefnd áður en þau komi til endanlegarar afgreiðslu Alþingis.

Alþingi ætti að sjá sóma sinn í því að hafna frumvörpunum alfarið, senda þau til föðurhúsanna og fela þverpólitískri nefnd þingmanna að semja algerlega ný frumvörp um framtíðarskipan fiskveiða og vinnslu, þ.e. frumvarp sem tryggir hámarksarð greinarinnar í þágu þjóðarinnar allrar, en ekki fyrst of fremst ríkissjóðs.

Þingið á ekki að vera stimpilpúði fyrir ráðherrana og á alls ekki að taka við öðrum ein frumvarpsbarstörðum og Steingrímur J. hendir í það vegna grundvallarhagsmuna lands og þjóðar.


mbl.is Fjölmenni á fundi um sjávarútvegsmál
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 8. maí 2012

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband