4.5.2012 | 14:46
Sanngjörn og heiðarleg stjórnarandstaða
Furðuleg uppákoma varð í þinginu í gær, þegar stjórnarandstaðan bauðst til að flýta afgreiðslu þeirra mála sem fyrir Alþingi liggja og lítill ágreiningur er um, til þess að mögulegt væri að koma þeim til umfjöllunar þingnefnda í næstu viku. Þessa tillögu setti stjórnarandstaðan fram til að liðka fyrir þingstörfum, en þá brá svo undarlega við að þingmenn stjórnarmeirihlutans snerust öndverðir við tillögunni og höfnuðu henni algerlega.
Þessi einkennilega afstaða stjórnarþingmannanna varð til þess að umræður um stórt og mikið deilumál stóðu langt fram á nótt og var langt frá því lokið, þegar þingforseti samþykkti loksins viturlega tillögu minnihlutans um vinnubrögð í þinginu, frestaði umræðum um breytingar á stjórnarráðinu og tók á dagskrá þau mál sem minni ágreiningur er um.
Sem betur fer hafði þingforsetinn ekki neitt samráð við Björn Val Gíslason, þingflokksformann VG, um þessa dagskrárbreytingu enda er nánast fullvíst að hann hefði staðið gegn henni, enda þekktur fyrir flest annað en að vera samvinnuþýður, sanngjarn eða málefnalegur þingmaður.
Þingforseti varð maður að meiri að fara að sanngjarnri og heiðarlegri tillögu stjórnarandstöðunnar um vinnubrögð þingsins, enda hafa þau verið alveg ótæk hingað til.
![]() |
Ekki haft samráð við þingflokksformenn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
4.5.2012 | 01:10
Jóhanna skammast, en ætti að skammast sín
Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, er í krafti embættis síns æðsti handhafi framkvæmdavaldsins í landinu, en eins og allir vita á að vera skýr aðskilnaður á milli löggjafar-, framkvæmda- og dómsvalds í landinu.
Sem launaður starfsmaður framkvæmdavaldsins á Jóhanna ekkert með að ráðskast með fundi Alþingis, hvorki daglegan fundartíma né dagsetningu þingslits að vori. Þetta leyfir hún sér hins vegar að gera og hefur í hótunum við þingmenn um að þeir verði "látnir sitja eftir" fram í júlí, láti þeir ekki að hennar vilja um hvenær og hvernig mörg af arfavitlausum þingmálum ríkisstjórnarinnar verða afgreidd á þinginu.
Undanfarna daga hefur Jóhanna rifist og skammast í þingmönnum fyrir að vilja ræða og betrumbæta stjórnarfrumvörp, sem hrannast upp í þinginu illa unnin og "hrá", eins og ráðherrarnir hafa sjálfir viðurkennt að þau séu, enda eigi að lagfæra þau í meðförum þingnefnda og þingsins sjálfs. Til þess að svo megi verða þarf þingið góðan tíma til þess að fjalla um málin og kalla til þá sérfræðiaðstoð sem til þarf í hverju máli.
Frekar en að skammast í þinmönnum ætti Jóhanna Sigurðardóttir að skammast sín.
![]() |
Jóhanna skammaði Ragnheiði Elínu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)