Ekki lækka skuldirnar af húsnæðislánum erlendis

Margir láta eins og hvergi sé við vanda að etja vegna efnahagserfiðleika annarsstaðar en á Íslandi eftir banka- og efnahagskreppuna sem brast yfir heiminn eftir fall Leman bankans haustið 2008 og leiddi m.a. af sér hrun bankanna hér á landi.  

Kreppan sem fylgdi í kjölfar bankahrunsins olli skuldurum hér á landi gífurlegum erfiðleik um, ekki eingöngu skuldurum húsnæðislána, heldur ekki síður hinum sem skulduðu há neyslulán, svo sem bíla-, yfirdráttar- og kreditkortaskuldir.  Lán með gengisviðmiði hafa verið dæmd ólögleg, en þeir sem tóku verðtryggð lán, flest með okurvöxtum, glíma við vandann sem fylgdi lækkun húsnæðisverðs eftir hrunið.

Lækkun á húsnæðisverði er hins vegar fylgifiskur efnahagserfiðleikanna í öllum löndum og lántakendur alls staðar eru í miklum vandræðum vegna þess, þar sem skuldirnar lækka ekki og margir hafa því misst húsnæði sitt vegna þess að það hefur ekki lengur staðið undir veði vegna áhvílandi lána.

Í meðfylgjandi frétt kemur m.a. fram um þessa erfiðleika:  "Samkvæmt tölum sem Seðlabanki Íslands birtir í mánaðarlegum hagvísum sínum lækkaði íbúðaverð um 3,4% að raunvirði í Bretlandi á síðasta ári og á sama tíma lækkaði raunverð íbúða um 7% í Bandaríkjunum. Í Finnlandi lækkaði íbúðaverð um 2,4% á síðasta ári og um 5,3% í Svíþjóð."

Þarna er ekki minnst á lönd eins og Grikkland, Írland og Spán, þar sem íbúðaverð hefur lækkað miklu meira en í þeim löndum sem nefnd eru í fréttinni og erfiðleikar skuldara eru því meiri sem efnahagserfiðleikarnir hafa leikið lönd þeirra grárra.

Nógu erfitt er fyrir íbúalánaskuldara þessara landa að glíma við sín "gengistryggðu lán, þó þeir sleppi við þá erfiðleika sem vaxtaokrið veldur íslenskum skuldurum til viðbótar öðrum erfiðleikum sem þeir glíma við og er reyndar eitt mesta böl sem íslendinga hrjáir.


mbl.is Íbúðaverð hækkaði um 1,5%
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 2. maí 2012

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband