Vaxtaokrið sem á að leysa verðtrygginguna af

Undanfarin misseri hefur verið rekinn mikill áróður gegn verðtryggðum húsnæðislánum vegna þeirrar hækkunar sem höfuðstóll þeirra tekur á sig á verðbólgutímum, sem því miður eru algengir hér á landi vegna slakrar hagstjórnar.  Krafan hefur verið um að í stað verðtryggðu lánanna yrði boðið upp á óverðtryggð lán og nú stendur húsnæðiskaupendum til boða að velja á milli verðtryggðra og óverðtryggðra lána og er það að sjálfsögðu til mikilla bóta að skuldarar skuli hafa slíkt val á milli lánaforma.

Ekki er hins vegar alveg víst að þeir sem harðast hafa gagnrýnt verðtryggðu jafngreiðslulánin hafi gert sér fulla grein fyrir því hversu mikið greiðslubyrði óverðtryggðra lána með jöfnum afborgunum eykst við tiltölulega litla vaxtabreytingu.  Þetta kemur hins vegar vel fram í viðvörun sem FME hefur sent frá sér og ástæða er til að vekja sérstaka athygli á:  "FME tekur sem dæmi í samantekt sinni að mánaðargreiðsla 20 milljón króna láns til 25 ára myndi hækka um 25.503 kr. úr 128.860 kr. í 154.363 kr. við 2% vaxtahækkun. Ekki sé óraunhæft fyrir lántakendur að vera viðbúnir slíkri hækkun. Leiddi ferlið til 4% hækkunar áður en því lyki hefði það tvöföld hækkunaráhrif og greiðsla umrædds láns myndi hækka um 51.006 kr. svo dæmi sé tekið. Áhrif á mánaðargreiðslu samsvarandi láns til 40 ára yrðu heldur meiri, en hún myndi hækka um rúmar 29.019 kr. úr 110.043 kr. í 139.062 kr. við sömu vaxtahækkun. 4% hækkunarferli myndi þá leiða til rúmlega 58.038 kr. hækkunar í mánaðarlegri greiðslubyrði, að því er segir í nýrri samantekt FME."

Þessi viðvörun beinir vonandi athygli fólks að því, að versti óvinur skuldara á Íslandi hefur verið vaxtaokrið sem hér hefur viðgengist í áratugi, mun frekar en verðtryggingin. 


mbl.is Óverðtryggð lán næm fyrir vaxtahækkunum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 15. maí 2012

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband