Bankainnistæður notaðar til bjargar skuldavandanum?

Ríkisstjórnin ætlast til þess að inneignir félaga í lífeyrissjóðunum verði nýttar til að niðurgreiða lán einstaklinga sem eiga í skuldavanda, sérstaklega þeirra sem tekið hafa svo mikil lán að eigin veð hafa ekki staðið undir lántökunum, svo fengin hafa verið "lánsveð" hjá ættingjum sem viðbótarveð.

Innistæður í lífeyrissjóðum eru eign sjóðfélaganna og skapa þeim réttindi til lífeyrisgreiðslan á efri árum og jafngilda að því leyti innistæðusöfnun á bankareikningum, sem innistæðueigandinn getur síðan notað sér til framfærslu í ellinni eða eytt í hvað annað sem hann hefur þörf fyrir.

Ennþá virðist ríkisstjórninni ekki hafa dottið það "snjallræði" í hug að taka hluta af uppsöfnuðum innistæðum á bankareikningum einstaklinga til að nýta til niðurgreiðslu á lánum annarra skuldsettra einstaklinga og vekur það nokkra furðu fyrst Steingrími J. og félögum dettur í hug að nýta eignir fólks í lífeyrissjóðunum til þess.

Ef til vill gengur stjórnin einfaldlega alla leið í þessu og þjóðnýtir lífeyrissjóðina til að greiða upp skuldir ríkissjóðs.


mbl.is Funduðu um lánsveðslán
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 14. maí 2012

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband