13.5.2012 | 19:35
Þingmenn Hreyfingarinnar í leynimakki með ríkisstjórninni
Ríkisstjórnin hefur fyrir allnokkru misst meirihluta sinn á Alþingi og þegar það var jafnvel orðið stjórninni sjálfri ljóst, gerði hún leynisamning við Hreyfinguna um stuðning gegn loforði um að setja stjórnarskrárfrumvarpið í þjóðaratkvæði þrátt fyrir að málið væri ennþá í vinnslu og eftir væri að aðlaga það að raunveruleikanum.
Þingmenn Hreyfingarinnar hafa ávallt þrætt fyrir allt samstarf við ríkisstjórnina og segja að slitnað hafi upp úr öllum viðræðum milli aðila fyrir áramótin síðustu og þar með væru engin sérstök tengsl milli Hreyfingarinnar og ríkisstjórnarinnar.
Ríkisstjórnarfundurinn í Ráherrabústaðnum í dag, með þátttöku þingmanna Hreyfingarinnar, sýnir og sannar að þingmenn Hreyfingarinnar ástunda alls kyns pukur og leynimakk í sínu pólitíska starfi, þrátt fyrir að hneykslast sífellt á öllu slíku í annarra garði og spara ekki stóru orðin í árásum sínum á samþingmenn sína, þegar þeir ásaka þá um "spillt" vinnubrögð.
Þingmenn Hreyfingarinnar hafa loksins opinberað sitt rétta innræti.
![]() |
Funduðu í Ráðherrabústaðnum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (16)
13.5.2012 | 13:13
Þegar vinir verða svarnir óvinir
Ólafur Ragnar Grímsson, forsetaframbjóðandi, segir að fyrrverandi vinir sínir séu nú orðnir sínir svörnustu óvinir og skipuleggi herferð annarra frambjóðenda gegn sér vegna væntanlegra forsetakosninga.
Í viðtali í útvarpsþættinum Sprengisandi sagðist Ólafur Ragnar hafa á stóran þátt, eða a.m.k. talsverðan, í því að koma saman ríkisstjórn fyrir Jóhönnu Sigurðardóttur eftir kosningarnar 2009 og nú launi hún sér greiðann með hatursherferð gegn sér sem eigi rætur í Icesavemálinu, sem þjóðin tók úr höndum ríkisstjórnarinnar og rassskellti hana með í tvígang.
Altalað var á árum áður að vægast sagt lítil vinátta væri á milli Ólafs Ragnars og Davíðs Oddsonar og því hljóta eftirfarandi orð Ó.R.G. að teljast talsverð tíðindi: "Þótt það hafi hvesst á milli okkar Davíðs Oddssonar (ritstjóra Morgunblaðsins og fyrrverandi forsætisráðherra), það kann sumum að þykja það merkilegt, en ég átti að mörgu leyti eðlilegra samband við hann en núverandi forsætisráðherra."
Þjóðin var yfir sig ánægð með Ólaf Ragnar á meðan á Icesavemálum stóð og nokkuð lengi á eftir, en "vinir" hans hafa undanfarið skipulgagt slíka hatursherferð gegn honum að afar fróðlegt verður að sjá hvort þjóðarsálin snúist enn einu sinni í heilan hring í afstöðu sinni til hans.
Í tilfelli Ó.R.G. sannast að þeir sem eiga eins vini og hann hefur átt um dagana, koma sér sjálfkrafa upp her óvina.
![]() |
Segir Jóhönnu í herferð gegn sér |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)