Óskiljanlegt slagorðaglamur forsetaframbjóðanda

Sífellt gjaldfellur forsetaembættið eftir því sem fleiri "bjóða sig fram" til að gegna embættinu, án þess að hafa nokkuð það til að bera sem prýða þarf góðan forseta.

Sumir frambjóðendur tala í slagorðum og klisjum, sem erfitt er að skilja, eins og t.d. sá nýjasti, Andrea J. Ólafsdóttir, sem flutti þjóðinni þennan boðskap þegar framboð var tilkynnt: "Hún sagði Alþingi ekki geta leyst stór mál sem gangi þvert á flokkslínur og þurfi því aðstoð til. Ein leið til þess er að láta verkin tala í þágu meirihluta þjóðarinnar. Fólkið verði að koma þinginu til aðstoðar með beinni aðkomu. „Ég tel að það geti gerst í gegnum forsetaembættið, með traustum forseta sem er tilbúinn að vera lýðræðislegt verkfæri meirihlutans."

Svona þvælu leyfa frambjóðendur sér að kasta fram án nokkurra útskýringa á því hvað þeir eru að meina, eða hvernig í ósköpunum forsetaembættið skuli t.d. notað  til að "láta verkin tala í þágu meirihluta þjóaðinnar".

Það hlýtur að vera lágmarkskrafa að "forsetaframbjóðendur" tali ekki til kjósenda eins og þeir séu  alger fífl. 


mbl.is „Þar sem er vilji er vegur“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 1. maí 2012

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband