Þrautskipulögð kosningabarátta Þóru og fjölmiðlavina hennar

Fimm einstaklingar hafa tilkynnt framboð til embættis forseta Íslands, en einn þeirra ber af með þrautskipulagða kosningabaráttu, en það er Þóra Arnórsdóttir, enda á hún greinilega stóran vinahóp innan fjölmiðlanna sem allt gera til að auglýsa framboð hennar og að sjálfsögðu ókeypis í fréttum blaða og ljósvakamiðla, sem og í umræðu- og viðræðuþáttum.

Aðrir frambjóðendur fá nánast enga umfjöllun og látið er eins og Þóra ein geti velt Ólafi Ragnari af stalli forsetaembættisins og þrátt fyrir alla kosti og menntun Herdísar Þorgeirsdóttur hefur ekki verið á hana minnst í fjölmiðlum frá því að hún tilkynnti framboð sitt.

Auðvitað er nauðsynlegt að fara út í kosningabaráttu með gott skipulag og fjölmennt stuðningslið, en sú mismunun sem frambjóðendum hefur verið sýnd fram að þessu er vægast sagt hvimleið og virkar þar að auki þveröfugt á fólk, miðað við það sem lagt var upp með.

Hitt er svo annað mál, að eftir því sem frambjóðendum til forsetaembættisins fjölgar, því öruggari verður Ólafur Raganr með endurkjör.


mbl.is Þóra komin með lágmarksfjölda
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 7. apríl 2012

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband