Samfylkingin í stríði við þjóðina

Enn ein skoðanakönnunin staðfestir að tveir þriðju hlutar þjóðarinnar eru algerlega andvígir innlimun Íslands í væntanlegt stórríki ESB og aðeins þriðjungur gæti hugsað sér að afsala fullveldi landsins í hendur erlends valds.

Þessi síðasta könnun sýnir einnig að þeir sem eru andvígir innlimunninni eru mun ákveðnari í afstöðu sinni og ólíklegri til að skipta um skoðun en hinir, sem minna er annt um fullveldi og sjálfstæði þjóðarinnar.

Stuðningsmenn allra flokka, annarra en Samfylkingarinnar, vilja standa vörð um hag lands og þjóðar til framtíðar og þar á meðal eru kjósendur Vinstri grænna, sem láta þó Samfylkinguna teyma sig á asnaeyrunum í innlimunarferlinu.

Hvenær skyldi Samfylkingin láta af þessu stríði gegn Íslenskri þjóð og hagsmunum hennar?


mbl.is Mikill meirihluti vill ekki í ESB
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 27. apríl 2012

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband