Pólitísk réttarhöld - ópólitískur dómur

Ákærurnar gegn Geir H. Haarde voru pólitískur skollaleikur sem byggðist á hatri og hefndarhug andstæðinga hans og Sjálfstæðisflokksins á Alþingi og til þess hugsaðar að reyna að niðurlægja formamann flokksins og skaða flokkinn sjálfan til framtíðar.

Allur undirbúningur málsins og meðferð fyrir Alþingi byggðist ekki á neinu öðru en illvilja þeirra þingmanna sem að því stóðu og hatri þeirra og ofstæki á pólitískum andstæðingum.

Þrátt fyrir þennan pólitíska grunn málsins voru það mistök Geirs H. Haarde að segja að sektardómurinn fyrir að halda ekki sérstakan ráðherrafund um efnahagsþrengingarnar á árinu 2008 hafi litast af pólitískum áhrifum, enda dæma dómstólar landsins eingöngu eftir laganna bókstaf og það var auðvitað gert í þessu tilfelli eins og öðrum.

Yfirlýsing Geirs er þó skiljanleg í ljósi þeirra vonbrigða sem yfir hann helltust við uppkvaðningu dómsins og bættust þar með við það andlega álag sem hann hefur verið þjakaður af vegna þessara persónulegu og pólitísku árása sem hann varð að þola af hendi þrjátíuogþriggja fyrrum starfsfélaga sinna á Alþingi.

Lærdómurinn sem hlýtur að verða dreginn af þessu máli hlýtur að verða sá, að ákæruvald verði tekið af Alþingi, enda hefur það sýnt og sannað að það kann ekki með það vald að fara.


mbl.is Landsdómi ekki beitt í hefndarskyni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvar eru prófarkalesararnir?

Íslensk málnotkun líður fyrir sífellt minni tilfinningu á tilbrigðum tungumálsins og fjölbreytileika. Þetta leiðir til notkunar færri orða og hugtaka og kennsla í málfræði virðist vera síminnkandi í íslenska skólakerfinu.

Ein afleiðing þessa er afkáraleg beyging orða og nægir þar að nefna orðin diskur og fiskur því til staðfestingar. Nú er orðið landlægt að segja "disknum" í staðinn fyrir "diskinum" og eins virðist vera að fara fyrir "fiskinum", eins og sjá má í meðfylgjandi frétt, en þar er sagt að "fisknum" hafi verið mokað um borð í báta í netarallinu.

Ef ekki eru gerðar kröfur til blaðamanna lengur um góða kunnáttu í sínu eigin tungumáli, verður a.m.k. að gera kröfur til þess að prófarkalesarar hafi hana og "ritskoði" fréttir illa talandi fréttamanna.

Líklega er orðið of seint að bjarga þessum orðum frá misþyrmingu og að fast sé að verða í málinu að fisknum sé einfaldlega leyft að rotna á disknum.


mbl.is Fisknum mokað um borð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 24. apríl 2012

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband