Danska ríkisstjórnin svíkur í makríldeilunni, eins og sú íslenska

Þau ótrúlegu tíðindi berast nú frá Danmörku, að fulltrúi Dana ætli að sitja hjá við afgreiðslu tillögu á vettvangi ESB um harkalegar efnahagskúganir gagnvart færeyingum og íslendingum, láti þeir ekki að vilja ESBkúgaranna með því að nánast hætta makrílveiðum í eigin landhelgi. Það verður að teljast með ólíkindum að Danir skuli sýna slíkan ræfildóm í þessu máli og reyna ekki einu sinni að lyfta litla fingri til varnar sínum eigin þegnum og lágmark hefði verið að fulltrúi þeirra greiddi atkvæði gegn fyrirhuguðum efnahagspyntingum.

Hér á landi er ríkisstjórnin við sama heygarðshornið og Danir og liggja marflatir fyrir ESB og virðast ekki þora að æmta eða skræmta, þrátt fyrir síharðnandi hótanir stórríkisins væntanlega um að gera allt sem í þess valdi stendur til að setja efnahag landsins algerlega í rúst með viðskipta- og hafnbanni.

Í meðfylgjandi frétt kemur fram stórmerkileg yfirlýsing frá Katrínu Jakobsdóttur, menntamálaráðherra, um afstöðu íslenskra stjórnarþingmanna gagnvart þessari stríðsyfirlýsingu ESB þar sem segir: "Katrín Jakobsdóttur sagði á Alþingi í gær (20/4): „Það er mín eindregna afstaða, og ég held ég deili henni með öllum... eða flestum háttvirtum þingmönnum, að við eigum að sjálfsögðu að vera föst fyrir þegar kemur að okkar hagsmunum og sjávarútvegsmálin eru auðvitað eitt stærsta hagsmunamál okkar..."

Katrín veit vafalaust um afstöðu einstakra ráherra og stjórnarþingmanna og á heiður skilinn fyrir að upplýsa alþjóð um ræfildóm þeirra.


mbl.is Danir sitja hjá á makrílfundi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 21. apríl 2012

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband