Ætlar Össur að gefast upp í makrílstríðinu?

Katrín Jakobsdóttir, varaformaður VG, lýsti þeirri furðulegu skoðun sinni og ráðherra í ríkisstjórninni að deilan um makrílveiðarnar komi innlimunarferlinu að væntanlegu stórríki ESB ekkert við, þrátt fyrir að allar ákvarðanir um fiskveiðar einstakra hreppa stórríkisins, væntanlega, séu og verði ákarðaðar af kommisörunum í Brussel.

Fulltrúar í sjávarútvegsnefnd ESB eru hins vegar á allt öðru máli en íslensku ráðherrarnir, enda hafa þeir farið þess á leit við framkvæmdastjórnina að lýst verði yfir efnahagsstríði gegn Íslandi og Færeyjum vegna makrílsins og að umræðum um innlimunarskilmála Íslands verði hætt þangað til Íslendingar gefist upp fyrir og samþykki skilmála ESB skilyrðislaust.

Struan Stevenson,  ESBþingmaður, hefur lýst þeim kröfum sjávarútvegsnefndarinnar að algert viðskiptabann verði sett á Ísland og Færeyjar og skip landanna útilokuð frá öllum höfnum í Evrópu, eða eins og eftir honum var haft í fréttum:  "Þá sagði Stevenson að sjávarútvegsnefndin væri að fara yfir tillögur að refsiaðgerðum gegn Íslandi og Færeyjum sem fælu í sér að allur útflutningur frá þeim á fiski til ríkja Everópusambandsins yrði bannaður og að skip ríkjanna tveggja yrðu bönnuð í höfnum sambandsins."

Össur Skarphéðinsson er þegar farinn að linast í makríldeilunni og m.a. rekið formann íslensku samninganefndarinnar, enda hefur sá staðið fullfast á málstað Íslendinga að mati Össurar og húsbænda hans í ESB.

Hvenær skyldi Össur, aðrir ráðherrar og hinn fámenni flokkur ESBgrúppía á Íslandi, sjá ljósið í þessu máli. 


mbl.is Gæti haft áhrif á aðildarviðræður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 20. apríl 2012

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband