Ómerkingurinn Össur Skarphéðinsson

Össur Skarphéðinsson, Utanríkisráðherra, er frægur að endemum fyrir ýmsar yfirlýsingar sínar, fullyrðingar, ýkjur og hrein ósannindi um ýmis mál sem heyra undir hans ráðuneyti og þá alveg sérstaklega varðandi innlimunarferli Íslands að ESB.

Nýlega óskaði ESB eftir því við EFTAdómstólinn að sambandið fengi að gerast stefnandi með ESA í málaferlum gegn Íslandi og til að minnka vægi þeirrar gjörðar kallar ráðuneytið slíkt "meðalgöngu" í stað þess að kalla athæfið sínu rétta nafni sem er einfaldlega "ákærandi".

Össur fagnaði þátttöku ESB í ákærunni með þeim rökum að hún kæmi Íslandi alveg sérstaklega vel, enda sýndi hún fram á veikleika málshöfðunarinnar og auðveldaði vörn Íslands til mikilla muna og vitnaði í því sambandi til verjendateymisins, eða eins og m.a. kom fram í tilkynningu frá ráðuneytinu fyrir fáeinum dögum: "Aðalmálflytjandinn og málflutningsteymið hafa fjallað ítarlega um málið. Mörg sjónarmið komu þar til skoðunar en þegar til þess var litið að málflutningi framkvæmdastjórnarinnar yrði ekki á annan hátt svarað skriflega var það einróma niðurstaða þeirra að það þjónaði best hagsmunum Íslands að leggjast ekki gegn meðalgöngu hennar í málinu."

 Í gær gerðist það svo að ráðuneytið sendi ESA mótmæli sín vegna þessarar fyrirhuguðu aðild ESB að ákærunni og málarekstrinum gegn Íslandi og því vaknar sú spurning hvort þar með sé verið að lýsa yfir vantrausti á verjendateyminu eða, hafi eitthvað verið að marka fyrri málflutning Össurar, að viljandi sé verið að veikja stöðu Íslands í þessum málaferlum.  Utanríkisráðuneytið skuldar þjóðinni skýringar á þessum viðsnúningi málsmeðferðarinnar á þessum fáu dögum sem liðið hafa frá fyrri yfirlýsingum.

Líklegast er þó að þetta sé enn eitt dæmið um að Össur Skarphéðinsson sé ekkert annað en ómerkingur, sem ætti að víkja úr embætti tafarlaust. 


mbl.is Hafa mótmælt afskiptum ESB
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 18. apríl 2012

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband