Vændisruglið

Sölvi Tryggvason, þáttagerðarmaður á Skjá 1, mun á morgun sýna afrakstur falskrar vændisauglýsingar sinnar þar sem honum tókst, með aðstoð ungrar stúlku, að lokka fjölda karlmanna til að setja sig í samband við hina meintu vændiskonu með viðskipti í huga.

Í myndbandinu, sem fylgir fréttinni, spyr Sölvi hvaða starfsemi eigi sér stað á "súlustöðunum" fyrst búið sé að banna nektardans og gefur þar með í skyn að nú snúist starfsemin eingöngu um vændissölu, enda "hafi lengi verið talið" að súlustaðirnir væru í raun vændishús.

Ekki er annað að sjá af fréttinni en að Sölvi afsanni þessa kenningu sína sjálfur, því hann setti auglýsingu inn á netið þar sem hann auglýsti sína vændissölu og enginn "súlustaður" kom þar við sögu.

Vændi hefur löngum verið kallað "elsta atvinnugrein í heimi" og blómstrar enn, bæði hér á landi og annarsstaðar og engar ráðstafanir opinberra aðila hafa getað komið í veg fyrir þá starfsemi og mun aldrei takast, hvort sem súlustöðum verður lokað endanlega, eða ekki.

Við lestur fréttarinnar vaknar sú spurning hvort Sölvi sé ekki sjálfur orðinn sekur um lögbrot með því að hvetja aðra til þess að brjóta lög, jafnvel þó um gabb hafi verið að ræða.


mbl.is Vændiskaup með falinni myndavél
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 16. apríl 2012

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband