Tekur ekki Steingrímur J. við Utanríkisráðuneytinu?

Ráðherraskipti hafa verið tíð á valdatíma Jóhönnu í Forsætisráðuneytinu og hefur tilgangur þeirra verið, að því er helst virðist, að leiða athyglina frá getuleysi ríkisstjórnarinnar í flestum eða öllum málum, sem hún hefur verið að glíma við undanfarin þrjú ár.

Þessi ráðherrakapall hefur leitt til þess að sífellt færast fleiri og fleiri ráðuneyti á hendur Steingrími J., enda er farið að kalla hann "allsherjarráðherra", enda hefur Jóhanna komið öllum helstu verkefnum sem áður tilheyrðu Forsætisráðuneytinu yfir á önnur ráðuneyti.

Nú hefur Össur Skarphéðinsson gert rækilega í bólið sitt með því að leyna þingið og samráðherra sína um stríðið sem ESB er að hefja gegn Íslandi vegna makrílsins og Icesaveskulda Landsbankans. Viðbrögð Jóhönnu geta varla orðið önnur en að víkja þessum vanhæfa ráðherra tafarlaust úr ríkisstjórninni, enda hlýtur það að vera brottrekstrarsök að leyna svo mikilvægum upplýsingum og gera sjálfan forsætisráðherrann að fífli með því að fá ekkert að vita um málið, nema í gegnu" fréttir fjölmiðla.

Steingrímur J. hlýtur að geta fellt Utanríkisráðuneytið undir "Allsherjarráðuneytið" og þannig mætti spara og hagræða í ríkisrekstrinum.


mbl.is Fundir hjá stjórnarflokkunum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 13. apríl 2012

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband