Óáreiðanlegur þingmaður, Þór Saari

Þór Saari hefur löngum barið sér á brjóst og gefið sig út fyrir að vera heiðarlegri og að öllu leyti merkilegri mann og þingmann en aðra sem á þingi sitja.

Hann hefur ekki sparað stóryrðin í gagnrýni sinni á aðra, en gerist nú ber að hreinum ósannindum, þegar hann fullyrðir í ósmekklegri bloggfærslu, að sjálfsvígum hafi fjöllgað gífurlega í landinu á síðust rúmum þrem árum, þ.e. frá banka- og efnahagshruninu haustið 2008.

Þrátt fyrir að slíkar fullyrðingar hafi marg oft áður verið hraktar af þar til bærum aðilum, gerist þingmaðurinn svo djarfur að slá slíkri fyrru fram og ætlast væntanlega til að fólk trúi honum, enda þykist hann öðrum mönnum áreiðanlegri, eins og áður sagði.

Þetta er ekki í fyrsta sinn og sjálfsagt ekki í það síðasta, sem Þór Saari verður sér til skammar með gífuryrðum sínum.


mbl.is Segir Þór fara frjálslega með staðreyndir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 7. mars 2012

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband