Að vera eða að vera ekki á fundi

Stjórnarþingmenn kvarta og kveina yfir því að einhverjir þingmenn Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks hafi yfirgefið næturfund á Alþingi, efir að hafa setið þar hálfa nóttina í umræðum um hálfklárað, eða reyndar alveg óklárað, frumvarp um nýja stjórnarskrá.

Þetta virðist fara verulega í taugarnar á nokkrum stjórnarþingmönnum, jafnvel þeim sem lágu sofandi heima hjá sér og voru ræstir af þingforseta til að mæta um miðja nótt til að taka þátt í atkvæðagreiðslu, án þess að hafa tekið nokkurn þátt í umræðunum og hvað þá að hafa látið svo lítið að hlusta á hina sem það þó gerðu.

Það er orðin mikil spurning um hvort það er verra að fara af fundi áður en honum lýkur eða að mæta alls ekki á fund fyrr en honum er að ljúka.


mbl.is Lágmarkið að sitja út fundinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 28. mars 2012

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband