Þess vegna ber að slíta innlimunarviðræðunum strax

Ýmsir framámenn innan ESB hafa verið með stórar yfirlýsignar um að ekki verði hægt að innlima Ísland í væntanlegt stórríki ESB nema íslenska ríkið ábyrgist og greiði Icesaveskuldir Landsbankans, Ísland skeri veiðar á Makríl niður við trog, hætti hvalveiðum og hætti hinu og þessu eða geri hitt og þetta, sem kommisararnir í Brussel láta sér detta í hug þennan eða hinn daginn.

Íslendingar munu ekki láta kúga sig í neinum af þessum málum, eins og tvennar þjóðaratkvæðagreiðslur um Icesave hafa ótvírætt leitt í ljós og þessi atriði, sem kommisararnir setja fram í sífellu, eru einmitt ástæðan fyrir því að Ísland á að draga sig út úr þessum innlimunarviðræðum strax, enda munu allar tilraunir til að kúga þjóðina inn í þetta væntanlega stórríki verða felldar með miklum mun í þjóðaratkvæðagreiðslu, þegar þar að kemur.

Því fyrr sem Samfylkingin og aðrar ESBgrúppíur viðurkenna þessar staðreyndir, því betra og ódýrara fyrir þjóðina.


mbl.is Greiðsla Icesave forsenda ESB-aðildar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 14. mars 2012

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband