Heimsendingarþjónusta Landsbankans

Tvennt er meira en lítið athugavert við fréttina af njósnum Gunnars Andersen um fjármál Guðlaugs Þórs Þórðarsonar.

Í fyrsta lagi að forstjóri Fjármálaeftirlitsins láti senda slíkar upplýsingar um einstaklinga heim til sín og í öðru lagi að fjármálastofnun skuli senda slíkar upplýsingar heim til fólks.

Hvort tveggja hlýtur að verða rannsakað ofan í kjölinn og reynist þessar upplýsingar réttar hljóta fleiri en Gunnar Andersen að verða látnir taka pokann sinn.

Þetta er ekki bara alvarlegt mál fyrir Guðlaug Þór, heldur verður Landsbankinn að gera hreint fyrir sínum dyrum og láta viðkomandi starfsmenn sæta ábyrgð á gjörðum sínum.


mbl.is Er brugðið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 1. mars 2012

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband