Æra Jóns Ásgeirs ærir óstöðuga

Jón Ásgeir, foringi Baugsklansins, lýður ekki nokkrum manni að tala óvarlega um sig og sínar og kærir hvern þann sem lætur einhver orð falla um sína persónu og sínar gerðir, sem honum mislíkar.

Í kærumáli hans gegn Birni Bjarnasyni heldur verjandinn því fram að málið snúist alls ekki um æru Jóns Ásgeirs, heldur um hefnd og sé um leið fyrirbyggjandi aðgerð til að sýna öðrum fram á að betra sé að halda sér á mottunni í ummælum um "stórmennið" og athafnir þess.

Í huga almennings er Jón Ásgeir löngu orðinn ærulaus maður vegna eigin aðgerða og framkomu og því mun niðurstaða þessa meiðyrðamáls ekki skipta nokkru máli varðandi æru eða æruleysi hans.

Það er hins vegar alveg til að æra óstöðuga að fylgjast með þessum tilburðum.


mbl.is Snýst ekki um æru Jóns Ásgeirs
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 7. febrúar 2012

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband