Undirskriftalisti án undirskrifta

Bigitta Jónsdóttir, þingmaður Hreyfingarinnar, hefur tekið upp á þeirri nýjung að fara af stað með undirskriftalista sem hún hvorki reiknar með, eða ætlast til, að nokkur maður skrifi undir.

Þingmaðurinn auglýsti rækilega að hún væri að safna undirskriftum innan þingsins til að geta bylt forseta Alþingis úr embætti og sagði upphaflega að hún myndi opinbera listann þegar takmarkinu væri náð, þ.e. undirskriftum 32 þingmanna.

Nú segir Birgitta að aldrei hafi verið ætlunin að nokkur maður myndi leggja nafn sitt við þetta furðuuppátæki, þó einstaka þingmenn eins og Mörður Árnason hafi stokkið til og skráð sig í andspyrnuhreyfinguna gegn þingforsetanum, enda ekkert mál svo auðviriðlegt að Mörður sé ekki albúinn að leggja því lið.

Engin nöfn hafa bæst á listann frá því að hann var auglýstur og sýnir það talsverðan félagsþroska þingmanna, að undanskildum Birgittu, Merði og sex öðrum sem ekki þora að viðurkenna undirritun sína.


mbl.is Býst ekki við að ná 32 nöfnum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 4. febrúar 2012

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband