27.2.2012 | 18:45
Við Ólafur Ragnar erum standandi hissa
Ólafur Ragnar er aldeilis undrandi á því að ekki hafi nema rétt rúmlega þrjátíuþúsund manns skorað á sig að gefa kost á sér í forsetakjöri í fimmta sinn, en segist þó bæði undrandi og glaður yfir þeirri ólýsanlegu ást, sem þjóðin sýni honum með þessari undirskriftasöfnun.
Ég er hinsvegar steinhissa á því að Ólafur Ragnar skuli reyna að láta líta svo út að þetta hafi komið honum á óvart, því allt er þetta sett á svið af honum sjálfum og nokkrum stuðningsmönnum og vinum í gegnum allan hans pólitíska feril.
Svona geta menn nú orðið hissa á sama hlutnum, en þó á mismunandi forsendum.
![]() |
Forsetinn gefur sér vikuna |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
27.2.2012 | 13:34
"Sjaldan lýgur almannarómur"
Gamalt orðatiltæki segir að sjaldan ljúgi almannarómur, en þátttaka nokkurra þingmanna í því að æsa mótmælendur til athafna gegn lögreglunni og þinghúsinu var einmitt almannarómur í "búsáhaldabyltingunni". Nafn Álfheiðar Ingadóttur var oftast nefnt í því sambandi.
Hún krefst þess nú að fá allar upplýsingar sem lögreglan gæti búið yfir um sína þátttöku í þessu athæfi og sama gerir Steingrímur J. Sigfússon, allsherjarráðherra.
Að sjálfsögðu ætti að birta allar slíkar upplýsingar opinberlega, ef þær eru fyrir hendi, og þessir þingmenn og aðrir sem hugsanlega væru tengdir við málið ættu þess þá kost að koma sínum sjónarmiðum og skýringum að vegna þessara ásakana.
Almenningur, ekki síður en þingmennirnir sjálfir, verður að fá það algerlega á hreint hvort þingmenn hafi tekið þátt í, eða magnað, þá múgæsingu sem greip um sig við þinghúsið í ársbyrjun árið 2009.
![]() |
Vill fá gögn lögreglunnar á borðið |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)