"Eyðsluklóin" klórar á ný

Hagvöxtur undanfarin misseri hefur verið drifinn áfram af einkaneyslu en ekki af aukinni verðmætasköpun, sem best kemur fram í gríðarlegri fyrirframeyðslu þeirra fjármuna sem ætlaðir voru til framfærslu á eftirlaunaárum og hækkun yfirdráttarlána, en samtals nema þessar upphæðir um áttatíumilljörðum króna.

Hagvöxtur, sem drifinn er af eyðslusemi umfram tekjur, getur aldrei verið nema tímabundinn og fyrri reynsla ætti að sýna fram á hverjar afleiðingar slíkrar eyðslusemi verða óumflýjanlega.

Íslendingar hafa alltaf verið miklar eyðsluklær og nánast lánaóðir og keypt allt sem hugurinn hefur girnst, svo lengi sem mögulegt hefur verið að taka lán fyrir eyðslunni. Það þjóðareinkenni virðist núna vera að brjótast fram í dagsljósið á nýjan leik eftir stuttan dvala frá hruninu haustið 2008.

"Íslenska eyðsluklóin", eins og einhver gaf því nafn hér um árið, er farin að klóra sig til stórskaða enn á ný.


mbl.is Þjóðin aftur farin að taka dýr lán fyrir neyslu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 25. febrúar 2012

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband