Ótrúlegt fár í kringum Gunnar Andersen

Fárið í kringum "fyrirhugaða" eða "hugsanlega" uppsögn Gunnars Andersen úr starfi forstjóra Fjármálaeftirlitsins er vægt til orða tekið undarlegasta mál.

Honum mun vera fundið það til foráttu að hafa ekki nefnt tvö félög, í eigu Landsbankans á meðan hann var í ríkiseigu, í skýrslu fyrir einhverjum þrettán eða fjórtán árum síðan, og það eigi núna að vera brottrekstrarsök úr starfi sem hann hefur þótt standa sig ágætlega í í rúm þrjú ár.

Ekki hefur verið gefið í skyn að þessi félög hafi stundað neina "glæpastarfsemi" á Guernsey á þeim tíma sem Landsbankinn var ríkisbanki og Gunnar vék úr starfi í bankanum um leið og "Bjöggarnir" eignuðust hann, enda hafði hann verið upphafsmaður að svokölluðu "Hafskipsmáli" á sínum tíma, þannig að litlir kærleikar vour með honum og Björgólfsfeðgum.

Þetta mál hlýtur að þarfnast miklu betri útskýringa, en fram hafa komið hingað til, því eitthvað meira en lítið þarf að vera á bak við að maður verði rekinn úr álíka starfi og þessu, en einhver handvðmm við skýrslugerð fyrir hartnær einum og hálfum áratug.


mbl.is Óska eftir lengri fresti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 20. febrúar 2012

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband