Sjúklingar útilokaðir frá heilbrigðisþjónustu

Nýjasta nýtt í "velferðarmálum" þjóðarinnar er að nú er byrjað að útiloka veikt aldrað fólk frá þjónustu HJÚKRUNARHEIMILA.

Hingað til hefur verið talið að hjúkrunarheimili ættu einmitt að vera fyrir heilsulítið aldrað fólk og að þeir sem heilsulausastir væru ættu að hafa algeran forgang að vistun á slíkum stofnunum.

Heimilin eru farin að útiloka þá sem mest þurfa á lyfjum að halda, en það eru auðvitað þeir sem veikastir eru sem lyfin þurfa að nota og því verri sem sjúkdómurinn er, því dýrari eru lyfir yfirleitt. Það eru einmitt þessir sjúklingar sem hjúkrunarheimilin útiloka núorðið vegna lyfjakostnaðarins, en ríkið hættir að niðurgreiða lyfin þegar sjúklingarnir leggjast inn á stofnanir heilbrigðis- og velferðarkerfisins.

Kerfið tekur þátt í lyfjakosnaði sjúklinga á meðan þeir dvelja á heimilum sínum og því verður að teljast bæði furðulegt og óeðlilegt að þátttöku í lyfjakostnaði einstaklinga skuli hætt einmitt þegar þeir fara að þurfa á mestri umönnun að halda og eru jafnvel orðnir ófærir um að halda heimili og hugsa um sig sjálfir.

Íslenska "velferðarkerfið" verður sífellt undarlegra undir stjórn hinnar "norrænu velferðarstjórnar".


mbl.is Dýr lyf valda útilokun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 18. febrúar 2012

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband