10.2.2012 | 12:47
Lífeyris"sjóðir" eða lífeyristryggingafélög?
Umræða um lífeyrissjóðina hefur verið mikil og fjörgug eftir hrun, ekki síst vegna margra furðulegra fjárfestinga þeirra á árunum þar á undan, jafnvel "víkjandi lán" til bankanna en nafnið eitt á þessum lánum og eðli þeirra hefði átt að hringja öllum viðvörunarbjöllum og hefðu reyndar átt að setja í gang brunavarnarkerfin sem hefðu átt að vera byrjuð að sprauta vatni á eldana sem löngu voru farnir að loga í fjármálakerfinu.
Ekki síður hefur umræðan magnast um að félagar lífeyrissjóðanna ættu að hafa rétt til að kjósa sína fulltrúa í stjórnir sjóðanna, en hvorki vinnuveitendur né verkalýðshreyfingin hafa tekið slíkt í mál fram að þessu. Þeir sem hafa mikil völd láta ógjarnan af þeim, jafnvel þó þeir geri stór og mikil mistök, játi þau jafnvel, en axla sjaldnast ábyrgð sína og hvað þá að þeir láti af þeim störfum sem þar sem þeir viðurkenna að hafa verið "afar skammsýnir" á sínum tíma.
Í almennri umræðu er oftast rætt um lífeyrissjóðina sem "eign" sjóðsfélaganna, en það eru þeir í raun og veru ekki þar sem þeir eru sameignarsjóðir og sumir fá miklu minna út úr þeim en þeir hafa greitt til þeirra og aðrir miklu meira. Allt fer það eftir langlífi og heilsufari inngreiðendanna og því eru félagarnir miklu frekar að kaupa sér ákveðin lifeyrisréttindi en að safna í sjóð. Slík söfnun á við um séreignarlífeyrissjóðina en ekki sameignarsjóðina.
Eftir sem áður er sjálfsagt að auka lýðræði í stjórnarkosningum sjóðanna og séreignarsjóðirnir ættu að vera algerlega í höndum sjóðfélaganna einna og aðilar vinnumarkaðarins ættu þar hvergi að koma nærri.
![]() |
Vilja áfram eiga aðild að stjórn lífeyrissjóða |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 13:02 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Bloggfærslur 10. febrúar 2012
Höfundur

Áhugamaður um lífið og tilveruna.
Athugasemdir og umræður eru öllum opnar á síðunni, en þess vænst að þær séu hófstilltar og án mikilla stóryrða.
Ruddalegar athugasemdir, sem innihalda lítið sem ekkert annað en skítkast og/eða persónulegar svívirðingar um menn og málefni verða fjarlægðar af þessari síðu, jafnóðum og þær uppgötvast.
Eldri færslur
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
Færsluflokkar
Tenglar
Mínir tenglar
Bloggvinir
-
malacai
-
andres
-
annabjorghjartardottir
-
attilla
-
skagstrendingur
-
baldvinj
-
benediktae
-
beggo3
-
h2o
-
bbg
-
bjarnimax
-
bookiceland
-
siggibragi
-
brandarar
-
deiglan
-
gagnrynandi
-
doggpals
-
ekg
-
elfur
-
eeelle
-
ellamagg
-
elismar
-
evaice
-
ea
-
fannarh
-
lillo
-
vidhorf
-
gerdurpalma112
-
gunnargunn
-
tilveran-i-esb
-
gthg
-
gun
-
gudbjorng
-
zumann
-
gudjul
-
gp
-
hreinn23
-
brekkukotsannall
-
gustaf
-
hallarut
-
morgunblogg
-
hannesgi
-
miniar
-
maeglika
-
heimssyn
-
aanana
-
hildurhelgas
-
himmalingur
-
minos
-
atvinnulaus
-
daliaa
-
ingvarvalgeirs
-
jakobk
-
fun
-
jennystefania
-
jonsullenberger
-
dondi
-
jonsnae
-
jonvalurjensson
-
jonarni
-
jonoskarss
-
jorunnfrimannsdottir
-
kaffistofuumraedan
-
krist
-
kristinn-karl
-
krissiblo
-
kristjan9
-
altice
-
sleggjudomarinn
-
elvira
-
mathieu
-
morgunbladid
-
ninasaem
-
pallru
-
pallvil
-
palmij
-
iceland
-
ragnar73
-
rannsoknarskyrslan
-
redlion
-
seinars
-
fullvalda
-
logos
-
sigrunzanz
-
sigurduringi
-
sigurdurkari
-
siggisig
-
sisi
-
siggifrikk
-
stebbifr
-
stjornuskodun
-
stormsker
-
saevargudbjornsson
-
athena
-
susannasvava
-
tibsen
-
ubk
-
vala
-
val
-
vestarr
-
postdoc
-
gummih
-
asdisran
-
thjodarsalin
-
mullis
-
sumri
-
t24
-
omarragnarsson
-
umbiroy
-
thjodarheidur
-
thorhallurheimisson
-
flinston
-
diva73
-
thjodarskutan
-
lifsrettur
-
samstada-thjodar
-
fullveldi
Okt. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (4.10.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 13
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 13
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar