Leggja "græðarar" nám sitt að jöfnu við háskólanám?

"Græðarar" leggja nú í mikla herferð, með dyggri aðstoð Ólínar Þorvarðardóttur þingmanns, til að fá starfsemi sína niðurgreidda úr ríkissjóði og reyna að telja þingheimi og almenningi trú um að störf þeirra jafnist á við það besta úr heimi læknavísindanna, þó ekki geti þeir bent á neinar rannsóknir því til staðfestingar.

Til þess að fá fullgildingu félags "græðara" þarf t.d."höfuðbeina- og spjaldhryggsjafnari" að sækja níu helgarnámskeið árlega í þrjú ár og telst þá að mati sjálfs sín og félagsins fullfær um að "græða" sjálfan sig og aðra, hvort sem þeir eru tengdir eða ótengdir viðkomandi fjölskylduböndum.

Þessi helgarnámskeið virðast "græðarar" leggja að jöfnu við margra ára háskólanám í sálfræði, tannlækningum eða skurðlækningum og heimta á þeim grundvelli jafnstöðu við læknavísindin hvað aðkomu sjúkratrygginga varðar.

Ekki rifjast upp af þessu tilefni að t.d. Ólína Þorvarðardóttir hafi nokkurn tíma lagt til auknar niðurgreiðslur tannlækninga, hvorki barna né fullorðinna, eða að þjónusta sálfræðinga verði talin hluti hins niðurgreidda heilbrigðiskerfis.

Tillöguflutningur þessi á Alþingi um "græðara" hlýtur teljast með botnfalli undarlegra þingályktunartillagna sem fram hafa komið frá stofnun lýðveldisins.


mbl.is Hefur enga virkni umfram lyfleysu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 7. desember 2012

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband