Skítaflétta

Stjórnendur og ýmsir lykisstarfsmenn Glitnis hljóta að teljast óvenju minnislausir menn, enda muna þeir ekkert hver lánaði hverjum hvað, hver skrifaði undir hvað, hver sagði hvað, hver sagði hverjum að gera hvað og jafnvel muna þeir ekki hver skrifaði hvað, né hvað þetta eða hitt þýddi, sem sumir sögðu við suma í síma eða augliti til auglitis.

Þetta minnisleysi er ekki síst athyglisvert í ljósi þess að þetta voru launaháir menn, svo mjög meira að segja að alþjóð blöskraði, og sögðust hafa þessi háu laun vegna gríðarlegrar ábyrgðar sem á þeim hvíldi og því hefði mátt reikna með að þeir væru ekki haldnir svo gríðarlegum minnisglöpum og nú virðist vera að koma í ljós.

Þar sem minnið brestur um fleira sem í fréttinni stóð, verður að láta staðar numið hér, enda ekki munað hvort öll fréttin hafi verið lesin eða skilin.


mbl.is Dagur spurninga dómara
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 4. desember 2012

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband