Grjótkastið kom Jóhönnu og Steingrími í stólana

Skrílslætin og grjótkastið í tengslum við mótmælin í upphafi ársins 2009 urðu til þess að Samfylkingin fór á límingunni í ríkisstjórninni sem þá sat og hljóp í fang Vinstri grænna, með Framsókn sem regnhlíf, og hefur síðan reynt að falsa og breiða yfir þá staðreynd að Samfylkingin hafi sjálf farið með bankamálin í "hrunstjórninni", sem Jóhanna kallar þá stjórn sjálf.

Stjórn Jóhönnu komst til valda við ógnvænlegar aðstæður og hefur auðvitað staðið sig eins og vænta mátti þau fjögur ár sem hún hefur verið við völd, þ.e. afspyrnu illa.

Ríkisstjórninni hefur nánast ekki tekist að uppfylla neitt af loforðum sínum, öðrum en að minnka fjárlagahallann, sem þó þurfti ekkert kraftaverk til að ná fram heldur einungis gengdarlausar og brjálæðislegar skattahækkanir, sem síst hafa orðið til að létta undir með almenningi á erfiðum tímum.

Ennþá bólar ekkert á atvinnuuppbyggingu sem þó er í raun eina leiðin upp úr kreppunni, því úr henni verður ekki komist nema með vinnu og ennþá meira framboði af vinnu.

Grjótkast og skrílslæti eru ekki gagnleg til að framfleyta heimilunum.


mbl.is Grýttir allan daginn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 29. desember 2012

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband