Björgunarsveitirnar og þjóðin

Þjóðin getur treyst því að björgunarsveitir landsins séu reiðubúnar til aðstoðar við hvaða aðstæður sem er, í hvaða veðri sem er, hvaða hætta stafar að fólki, fénaði eða fasteignum og hvort sem sú hætta er á láði eða legi.

Þetta sannast áþreifanlega einmitt á þessum sólarhring og þeim næsta, enda von á versta veðri sem á hefur skollið í langan tíma.

Rekstur björgunarsveitanna er gríðarlega kostnaðarsamur þrátt fyrir að allir félagarnir séu boðnir og búnir til að mæta í hjálparaðgerðir nánast fyrirvaralaust og það í sjálfboðavinnu. Til að fjármagna starfsemina treysta sveitirnar að stórum hluta á flugeldasölu í kringum áramót og þurfa að reiða sig á að þau viðskipti gangi vel og skili góðum hagnaði í kassann.

Ýmsir einkaaðilar hafa um mörg undanfarin áramót reynt að raka til sín skjótfenginn gróða með flugeldasölu og jafnvel auglýst starfsemi sína á þann hátt að auðvelt er að rugla þeim saman við sölustaði björgunarsveitanna.

Enginn annar en björgunarsveitirnar munu bregðast við til aðstoðar á hættustundu og því ber þjóðinni að kaupa sína áramótaflugelda af sveitunum og öðrum ekki.

Árið um kring treystir þjóðin á Landsbjörgu. Landsbjörg treystir á þjóðina um áramótin.


mbl.is Hættustigi lýst yfir á stóru svæði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 28. desember 2012

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband