Hálfvitar og vitfirringar eiga byssur. Eigið mat Jóns Gnarr?

Jón Gnarr fer mikinn á Facebooksíðu sinni og lýsir þar stóran hluta Bandaríkjamanna sem hálfvitum og vitfirringum vegna byssueignar sinnar, en eins og allir vita þykir enginn vera maður með mönnum þar vestanhafs nema eiga þokkalegt vopnabúr.

Í færsu Gnarrins segir m.a um kanana: "Hálfvitar og vitfirringar út um allt með riffla og samsæriskenningar. Og ekki halda að ég viti ekkert um vopn. Ég hef átt allar tegundir vopna. Í augnablikinu á ég Remington 700 Varmint riffil og Remington Marine magnum haglabyssu."

Samkvæmt þessu er Jón Gnarr lítið minni áhugamaður um vopnabúnað en meðalkaninn og eins og hann segir sjálfur,  þá þekkir hann vel þá andlegu eiginleika sem byssueigendur eru búnir.

Sennilega hafa fáir farið harðari orðum um þá áráttu sem stjórnar sínu eigin áhugamáli en Gnarrinn gerir þarna. 

 

 


mbl.is „Hálfvitar með riffla“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 27. desember 2012

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband