Að taka lán getur orðið algert ólán

Nú um stundir er mikið í tísku að taka óverðtryggð húsnæðislán hjá bönkunum og af því leiðir að lánveitingar Íbúðalánasjóðs hafa nánast hrunið, enda býður hann eingöngu upp á verðtryggð lán sem nánast virðast hafa verið púuð niður af háværum andstæðingum verðtryggingar en stuðningsmönnum verðbólgu sem virðast álíta að bankastofnanir muni veita lán til langs tíma með neikvæðum vöxtum.

Öll lántaka er áhættusöm þar sem enginn getur spáð fyrir um verðbólgu eða hvernig samspil neysluverðsvísitölu og launahækkana hangi saman, eða víxlist, áratugi fram í tímann. Sama á við um óverðtryggð lán, þar sem enginn getur sagt fyrir um vaxtaþróun næsta árs, hvað þá næstu fjörutíu ára.

Eitt er þó víst og það er að bankar og aðrar lánastofnanir munu ekki lána eitt einasta lán sem líklegt er að viðkomandi lánveitandi muni tapa á þegar til lengri tíma er litið og því munu vextir allta verða nokkrum prósentustigum hærri en verðbólgan, hvort sem stutt tímabil komi einstaka sinnum þar sem vextir verði neikvæðir. Svo mun auðvitað ekki verða meirihluta lánstímans.

Óverðtryggð lán með jöfnum afborgunum og breytilegum vöxtum geta þyngst með litlum sem engum fyrirvara og geta því orðið lántakendum afar þung í skauti, eins og dæmin sanna austan hafs og vestan þar sem fólk missir húsnæði sitt unnvörpum vegna þeirrar auknu greiðslubyrði sem vaxtahækkanir hafa haft í för með sér á undanförnum misserum.

Það er löngu liðin tíð að lántöku fylgi það lán að verðbólgan éti þau upp og skuldari sleppi þannig frá skuldsetningu sinni.


mbl.is Áhætta fylgir því að breyta lánum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 21. desember 2012

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband