"Sterkur" listi með hálfdautt bakland

Steingrímur J. er yfir sig ánægður með afgerandi stuðnig 199 manna í einu víðfeðmasta kjördæmi landsins til að skipa fyrsta sæti á lista VG, en alls kaus 261 af þeim 722 sem á kjörskrá voru.

Ekki verður annað sagt en að Steingrímur sé nægjusamur maður og lítillátur, þó ekki beri hann eða fas hans slíkt með sér, fyrst hann ræður sér ekki fyrir kæti yfir þessari kosningu og þeim "afgerandi" stuðningi sem hann telur að sér hafi verið veittur til áframhaldandi starfa í stjórnmálum.

Miðað við þann áhuga sem skráðir félagar í VG í Norðausturkjördæmi sýna í þessu forvali, eða réttara sagt áhugaleysi, hlýtur að teljast vafasamt að flokkurinn fái nokkurn þingmann kjörinn í Alþingiskosningunum í vor í kjördæminu og yrði það makleg málagjöld vegna svika Steingríms J. og flokksins við flest stefnumál sín á líðandi kjörtímabili.

Þó lítil eftirsjá verði af skoðunum Steingríms J. hefur oft verið gaman að hlusta á ræður hans, sérstaklega á meðan hann var í stjórnarandstöðu. Komist hann á þing í vor má vænta þess að aftur gæti orðið hlustandi á skammarræður hans um væntanlega ríkisstjórn.

Steingrímur J. er hin sanna ímynd stjórnarandstöðuþingmanns, en algerlega misheppnaður meirihlutaþingmaður og hvað þá ráðherra.


mbl.is Steingrímur: Sterkur listi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 15. desember 2012

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband