Lélegur brandari endurnýttur

"Besti" flokkurinn ætlar að taka formlegan þátt í framboði útibús Samfylkingarinnar fyrir þingkosningarnar í vor og munu nokkrir borgarfulltrúar flokksins og vinir þeirra taka sæti á framboðslistum Bjartrar framtíðar.

Jón Gnarr sagði í sjónvarpsviðtali að hann myndi taka sæti á lista, enda væri besti vinur sinn í framboði fyrir Bjarta framtíð, eða eins og Gnarrinn sagði: "Er ekki Óttar Proppé þar?"

Reykvíkingum þótti framboð "Besta" flokksins fyrir borgarstjórnarkosningarnar síðustu ákaflega fyndið og hlógu í nokkra daga fram yfir kosningar, eða þar til að brandarinn líkamnaðist í meirihlutasamstarfi í kringum borgarstjórastól handa Jóni Gnarr.

Nú verður grínið endurnýtt fyrir Alþingiskosningar og fróðlegt verður að sjá hve margir hafa ekki skilið brandarann og eru því ekki orðnir leiðir á honum ennþá.

Líklega mun Jón Gnarr lýsa því yfir að fimmta sætið í Reykjavíkurkjördæmi norður verði baráttusæti flokksins í kjördæminu og það ætli hann sér að vinna og verða forsætisráðherra í kjölfarið.

Þetta mun Jóni vafalaust þykja bráðfyndið og sjálfsagt einhverjum fleirum líka.


mbl.is Jón Gnarr í 5. sæti í Reykjavík norður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 13. desember 2012

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband