Biðjast afsökunar á skrípalátunum

Björn Valur Gíslason og Lúðvík Geirsson, þingmenn ríkisstjórnarflokkanna, eru þekktir fyrir óvandaða og oft ruddalega framgöngu á Alþingi og liggur við að segja megi að þeir hafi toppað sjálfa sig í bjálfaganginum í gærkvöldi, þegar þeir gengu um þingsalinn með spjald sem á stóð "Málþóf" undir ræðu Illuga Gunnarssonar, sem var að ræða fjárlög ársins 2013.

Önnur umræða um frumvarpið hafði hafist deginum áður og því eins fjarri öllu lagi að kalla umræðurnar málþóf, þó þessir tveir hafi ekki nennt að gegna skyldum sínum í þinginu þetta kvöld, sem reyndar var föstudagskvöld og ekki á hreinu hvort sú staðreynd skýri á einhvern hátt þetta furðulega uppátæki stjórnarþingmannanna.

Þegar mesta ruglið var runnið af þingmönnunum sáu þeir sóma sinn í að biðjast afsökunar á þessum tiltekna fíflagangi, en ættu auðvitað að biðsjast fyrirgefningar á flestu sem þeir hafa aðhafst í þingsölunum allt kjörtímabilið.

Ef til vill skýrist framkoma þessara manna af þeirri staðreynd að þeim var báðum hafnað af kjósendum flokka sinna í prófkjörum og því brjótist heift þeirra og hefnigirni út á þennan hátt, enda síðasti þingvetur beggja.

Vonandi eiga slíkir persónuleikar sem þessir ekki afturkvæmt á þingið eftir kosningarnar í vor.


mbl.is Þingmenn báðust afsökunar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 1. desember 2012

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband