Eir sólundar eyri ekkjunnar

Í Biblíunni er sagan um eyri ekkjunnar, þ.e. að sá eyrir er ekkjan gaf í fjárhirsluna hafi verið miklu meira virði en há framlög auðmannanna, því þeir gáfu aðeins lítinn hlut af eigum sínum en ekkjan aleiguna, alla björg sína.

Húsrekstrarsjóður Eirar hefur í mörgum tilfellum tekið við "eyri ekkjunnar", þ.e. aleigu ýmissa eldri borgara, gegn loforði um ævilanga búsetu í þjónustuíbúðum og endurgreiðslu "eyrisins" þegar viðkomandi nýtti ekki íbúðina lengur.

Nú er komið í ljós að húsrekstrarsjóðurinn er nánast á hausnum og hefur verið um tíma, en haldið eftir sem áður áfram að taka við "eyri ekkjunnar" vitandi að ekki yrði hægt að standa við endurgreiðsluna, ef og þegar til ætti að taka.

Stjórn húsrekstrarsjóðsins hlýtur að segja af sér umsvifalaust og rannsaka verður hvort lögbrot hafi verið framin á því fólki sem í góðri trú afhenti þessu fólki umsjón "eyris ekkjunnar", sem í mörgum tilfellum var aleiga þessa fólks, öll björg þess.

Vonandi tekst að bjarga þessum húsrekstrarsjóði frá gjaldþroti, en þó svo fari er gjörð ráðamanna félagsins söm og hlýtur að kalla á rannsókn málsins alls.


mbl.is Áritun í umboði Ríkisendurskoðunar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 7. nóvember 2012

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband