Kótelettuskatt fyrir hjartveika

Að sjálfsögðu er auðvelt að styðja að 10% af áfengisgjaldi renni beint til "úrræða fyrir áfengis- og vímiefnasjúklinga og fjölskyldur þeirra".

Einnig er eðlilegt að hluti allra gjalda sem lagður er á sykur, sælgæti og aðrar sætar vörur verði eyrnamerktur til úrræða fyrir sykursjúka og fjölskyldur þeirra.

Jafnsjálfsagt er að hluti matarskatts og annarra gjalda á kótilettur og annað feitt kjötmeti verði varið til úrræða fyrir hjartveika og fjölskyldur þeirra.

Enn sjálfsagðara ætti að vera að stór hluti skatta og gjalda sem lagðar eru á leikföng og aðrar barnavörur renni beint til úrræða fyrir börn og fjölskyldur þeirra. Verði ágreiningur um aldursmörk í þessu efni verður vafalaust hægt að flokka gjöldin nánar í flokka eftir aldri og þroska ungviðisins.

Varla ætti að þurfa að rekja svona tillögur lengra til þess að allir sjái fáránleikann í hugmyndinni sem 78% þjóðarinnar segist styðja, samkvæmt skoðanakönnun Capasent Gallup.


mbl.is Rúm 78% styðja Betra líf
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 4. nóvember 2012

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband