Ófriðsamlegt friðarviðræðuboð

Nokkrir þingmenn, undir forystu Birgittu Jónsdóttur, hafa flutt þingsályktunartillögu þar sem skorað er á íslensk stjórnvöld að bjóðast til að standa fyrir friðarviðræðum milli Kínverja og Dalai Lama um framtíð tíbetsku þjóðarinnar.

Tillagan gæti verið góð og gild ef ekki væri fyrir ófriðsamlegt orðalag hennar í garð annars deiluaðilans sem boða á til þessara fyrirhuguðu friðarviðræðna.  Í fréttinni af tillögunni kemur fram m.a: "Í tillögunni er lagt til að Alþingi álykti að lýsa yfir þungum áhyggjum af vaxandi ofbeldi og kúgun kínverskra yfirvalda gagnvart tíbetsku þjóðinni og hvetji til að endurmenntunarþvingunum verði hætt tafarlaust þar sem þær hafi meðal annars leitt til þess að 63 Tíbetar hafi kveikt í sér í örvæntingu síðan í mars 2011. Létust 53 þeirra ýmist í logunum eða síðar af sárum sínum."

Varla getur þingmönnunum verið full alvara með tilboði um friðarviðræður með fullkomlega réttlætanlegum mótmælum gegn framferði Kínverja í garð Tíbeta og því hefði verið eðlilegra að láta harðorða mótmælasamþykkt Alþingis nægja í þessu efni, enda engar líkur á að Kínverjar samþykki yfirleitt að ræða nokkurn skapaðan hlut varðandi Tíbet og allra síst að þiggja að viðræður færu fram undir stjórn þeirra sem lýst hefðu eindregnum stuðningi við annan deiluaðilann, þó um þann minnimáttar sé að ræða.

Vegna þess tvískinnungs sem þingmennirnir sýna með tillöguflutningnum mun ekkert mark verða tekið á þeim í þessu efni og er þá verr af stað farið en heima setið. 


mbl.is Vilja friðarviðræður um Tíbet í Höfða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 13. nóvember 2012

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband