Íslenska velferðarstjórnin skattaóðari en sú danska?

"Norræna velferðarstjórnin", eins og gárungarnir í íslensku ríkisstjórninni kalla hana, ætlar að leggja á nýjan sykurskatt á næsta ári til þess að stýra matarvenjum landans og fá hann til að borða gulrætur og annað hollmeti í stað sælgætis og annars slíks óþverra.
Þetta er gert eftir fyrirmynd frá dönsku velferðarstjórninni, en eins og allir vita þá sækir "Norræna velferðarstjórnin" ýmsar fyrirmyndir til norðurlandanna og telur að þaðan sé helst snjallræði að finna á flestum sviðum.

Eini gallinn við þessa eftiröpun á sykurskatti Dana er sá, að eftir afar slæma reynslu af fituskatti ætla Danirnir að hætta við að leggja sykurskattinn á og meira að segja að hætta við fituskattinn, en mikið þarf til þess að velferðarstjórnir norðurlandanna hætti við skatta sem þær hafa haft hugmyndaflug til að leggja á.

Afar ósennilegt er að "Norræna velferðarstjórnin" á Íslandi hætti við að leggja á þennan arfavitlausa sykurskatt, enda líklega skattaóðasta ríkisstjórn norðurlandanna og er þá mikið sagt.


mbl.is Fituskattur aflagður og hætt við sykurskatt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 10. nóvember 2012

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband