Pólitískir framtíðardraumar Steingríms J. eru martröð þjóðarinnar

Steingrímur J. hefur látið það berast til "síns fólks" að það þurfi ekki að hafa áhyggjur af því að stórbreytingar verði á næstunni á hans pólitísku högum fái hann sjálfur einhverju um það ráðið.

Þessi tilkynning hans til "síns fólks" væri hins vegar stórkostlegt áhyggjuefni fyrir allt annað fólk í landinu, ef ekki væri fyrir þá vissu og trú að fylgi Vinstri grænna muni hrynja í vorkosningunum og því lítil hætta á öðru en að stórbreytingar verði á pólitískum högum Steingríms J. og flokks hans að þeim loknum.

Ekki er ólíklegt að Steingrímur J. trúi sjálfur eigin vonum og þrám um áframhaldandi setu sem "allsherjarráðherra" nánast alvaldur í næstu ríkisstjórn, eins og hann hefur verið í þeirri sem nú situr að sögn Björns Vals, en fái kjósendur einhverju ráðið munu þeir dagdraumar félaganna Steingríms J. og Björns Vals ekki rætast.

Fyrir þjóðina eru draumar þeirra félaga hrein martröð, enda mun ekkert gerast að ráði í atvinnu- og öðrum framfaramálum landsins fyrr en eftir stjórnarskipti.


mbl.is „Engar stórbreytingar á mínum högum“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 31. október 2012

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband