Lady Gaga og Jón gaga

Söngkonan Lady Gaga, sem heimsótti landið dagpart um daginn, segist eftir það elska "borgarstjóra Íslands" og hlýtur þar að eiga við borgarstjóra Reykjavíkur sem hún hitti við opinbera afhendingu friðarverðlauna Yoko Ono.

Lady Gaga er, eins og allir vita, vinsæl og frábær söngkona sem klæðist alls kyns furðubúningum á tónleikum, en eins og sást við verðlaunaafhendinguna kann hún sig á mannamótum og klæðist við slík tækifæri í venjulegan og smekklegan fatnað og býður af sér góðan þokka.

Munurinn á henni og "borgarstjóra Íslands" er greinilega sá að hún kann að haga sér á mannamótum en hann ekki, því honum þótti sæma að mæta í verðlaunaafhendinguna íklæddur hálfgerðum trúðsbúningi sem átti að líkjast einhverri fyrirmynd borgarstjórans úr einni af uppáhaldsbíómyndinni hans.

Lady Gaga kann greinilega að skilja á milli þess að vera skemmtikraftur og "venjuleg" manneskja, en það á hins vegar ekki við um borgarstjórann elskaða.

Líklega hefur Lady Gaga bara svona gaman af raunverulegum furðufuglum.


mbl.is „Ég elska borgarstjóra Íslands“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 23. október 2012

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband