Meirihluti minnihlutans ræður, eða hvað?

Nú virðist ljóst að minnihluti kosningabærra manna hafi tekið þátt í dýrustu skoðanakönnun Íslandssögunnar, þannig að úrslit hljóta að koma til með að liggja fyrir tiltölulega snemma enda fá atkvæði til að telja.

Hafi meirihluti minnihlutans sagt JÁ við fyrstu spurningunni í skoðanakönnunni munu fylgismenn tillagnanna túlka niðurstöðuna sem stórsigur, en hafi meirihluti minnihlutans sagt NEI við spurningunni mun verða sagt að meirihluti meirihlutans sem sat heima hafi í raun verðið fylgjandi tillögunum, en ekki nennt á kjörstað.

Verði niðurstaðan að meirihluti minnihlutans hafi sagt JÁ, þá verða tillögurnar lagðar fram óbreyttar á Alþingi og veturinn fer þá að mestu í karp um þær og enda í "málþófi" skömmu fyrir kosningarnar í vor.

Ef meirihluti minnihlutans hefur sagt NEI við spurningu nr. 1, mun það líklega ekki skipta neinu máli og tillögurnar verði samt sem áður lagðar óbreyttar fyrir þingið, enda mun Hreyfingin skilyrða áframhaldandi tryggingu fyrir því að verja ríkisstjórnina vantrausti að svo verði gert og tillögunum þröngvað í gegnum þingið og nýja almenna atkvæðagreiðslu samhliða þingkosningunum.

Niðurstaðan mun því í raun ekki skipta neinu máli um framgang málsins á næstunni.


mbl.is Talning atkvæða hafin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

NEI í skoðanakönnunni

Í dag fer fram skoðanakönnun meðal þjóðarinnar um uppkast nefndar að breyttri stjórnarskrá og segast verður að miðað er í lagt til að kanna hug almennings til þessara fyrstu draga að breytingum á stjórnarskránni, þar sem venjuleg Gallupkönnun hefði verið bæði fyrirhafnarminni og ekki kostað nema brot af því sem þessi skoðanakönnun mun kosta.

Drögin hafa legið fyrir á annað ár, en litlar umræður farið fram um þau fyrr en undanfarna daga og eftir því sem fleiri, leikir og lærðir, hafa tjáð sig um málið hafa fleiri og fleiri gallar og annmarkar komið í ljós sem sýna að algerlega er ótækt að byggja á mörgum af tillögum nefndarinnar og mikil réttaróvissa myndi skapast við upptöku þeirra í stjórnarskrá landsins.

Þrátt fyrir að margt megi finna ágætt í tillögum nefndarinnar eru vankantarnir og óvissan um þýðingu margra þeirra slík, að engin leið er að svara fyrstu spurningunni í skoðanakönnunni játandi og miklar efasemdir eru um flestar hinna spurninganna.

Þar sem mikil umræða á eftir að eiga sér stað um breytingar á stjórnarskránni og í ljós hefur komið að fyrirliggjandi tillögur geta ekki nema að litlu leyti orðið grundvöllur slíkra breytina, hlýtur svar flestra í könnunni að verða eitt stórt NEI, sérstaklega við spurningu nr. 1.

Meira að segja Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, hefur sagt að mikil vinna sé framundan við yfirferð og breytingar á tillögunum og að nánast eigi eftir að endursemja þær að hluta og leggja síðan fyrir þjóðina í kosningum næsta vor, vakna enn frekari efasemdir um gagnsemi þeirrar könnunar sem fram fer í dag.

Til að undirstrika þann vilja að miklu nánari umfjöllunar sé þörf um stjórnarskrárbreytingar er ekki hægt að svara á annan hátt í dag en með NEI.


mbl.is Kosning hafin - talningin tímafrek
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 20. október 2012

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband