Kringlan skattleggur björgunarsveitirnar sjálfri sér til minnkunar

Að Kringlan skuli, ein verslunarmiðstöðva, skattleggja góðgerðarfélög og þar á meðal björgunarsveitirnar um háar fjárhæðir vegna leyfa til að stunda fjáröflun sína á göngum Kringlunnar er forráðamönnum verslunarmiðstöðvarinnar og nafni hennar til mikillar skammar og háðungar.

Græðgi forráðamanna Kringlunnar veldur því t.d. að Landsbjörg þarf að greiða þrjúhundruðþúsund krónur fyrir að fá náðasamlegast að selja Neyðarkallinn í almenningi hússins, engum til ama en Kringlunni til fjárplógsstarfsemi.

Kraftvélar ehf. hafa nú ákveðið að styrkja Landsbjörgu um upphæð sem nemur hinni óprúttnu upphæð sem forráðamenn Kringlunnar leggjast svo lágt að hirða af velunnurum Landsbjargar vegna bráðnauðsynlegrar fjáröflunar björgunarsveitanna.

Fjöldi fólks á björgunarsveitunum líf sitt að launa og enn fleiri skulda þeim þakkir fyrir aðra aðstoð við líf sitt og eignir og skömm Kringlunnar er því meiri en orð ná yfir vegna þessa athæfis síns.

Vonandi þarf framkvæmdastjóri Kringlunnar aldrei að kalla út aðstoð vegna atvika er tengjast þessu musteri græðginnar.


mbl.is Kraftvélar greiða leigu Landsbjargar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 17. október 2012

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband