16.10.2012 | 20:53
Bráðnauðsynleg bankarannsókn
Ein af nefndum Alþingis, með langt og óþjálft nafn eins og vera ber hjá opinberum aðilum, Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd, leggur enn og aftur til að einkavæðing bankanna fyrir tíu árum verði rannsökuð ofan í kjölinn, til þess að hægt verði að læra af henni og nýta þann lærdóm við einkavæðingar framtíðarinnar.
Þetta er auðvitað bráðnauðsynlegt, en það eina sem vantar í tillöguna er að í leiðinni verði aðkoma ríkisstjórnarinnar að málum SpKef og einkavæðing bankanna hin síðari verði rannsökuð í framhaldi af eldri einkavæðingunni, enda nýrri aðgerðir og ættu því að vera ennþá lærdómsríkari fyrir ríkisstjórnir framtíðarinnar en sú eldri, enda greinilegt að núverandi ríkisstjórn lærði ekkert af henni hvort sem er.
Að sleppa síðari tíma einkavæðingunni hlýtur að vera vegna smá athugunarleysis nefndarmanna í nefndinni með óþjála nafnið þannig að Alþingi sjálft hlýtur að betrumbæta tillöguna þegar hún kemur til afgreiðslu á þinginu.
Ekki væri verra að bæta yfirtöku ríkisins á Sjóvá og síðar tapsölu þess til einkaaðila við allar hinar einkavæðingarrannsóknirnar.
Vilji Alþingi láta taka sig alvarlega, eins og einhverjir þingmenn gætu viljað ennþá, þá verður þessi tillaga aldrei samþykkt í óbreyttri mynd.
![]() |
Leggja til að rannsókn verði samþykkt |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
16.10.2012 | 09:30
"Áreiti" björgunarsveitanna
Framkvæmdastjóri Kringlunnar segir að viðskiptavinir eigi að geta gengið um opin svæði Kringlunnar án þess að vera áreittir í hverju horni hússins af sölufólki.
Væntanlega þykir honum nóg um "áreitið" sem viðskiptavinir verða fyrir frá kaupmönnum í húsinu og að ekki sé ástæða til þess að gefa t.d. góðgerðarfélögum tækifæri til að "áreita" fjárhag viðskiptavinanna áður en þeir komast alla leið inn í búðirnar sjálfar.
Til þess að sporna við slíku "áreiti" góðgerðarfélaga er tekið hátt gjald af þeim til þess að "stýra" því hver áreitir hvern og hvenær.
Flestir viðskiptavina Kringlunnar líta hins vegar ekki á það sem áreiti þegar góðgerðarfélög safna til starfsemi sinnar og þeir sem það geta leggja glaðir fram svolitla styrktarupphæð til þeirra málefna sem áhugi er á annað borð fyrir að leggja lið. Hinir sem ekki treysta sér til að leggja af mörkum í það og það sinnið láta það bara vera, án þess að líta á slíkar beiðnir sem árás á einkalíf sitt.
Það er Kringlunni til minnkunnar að skattleggja slíka starfsemi og framkvæmdastjóranum ætti að vera í lófa lagið að úthluta slíkum fjáröflunarleyfum án þess að taka stóran hluta innkomunnar í hússjóð Kringlunnar.
![]() |
Leigja pláss í Kringlunni |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (13)