Ósvífið kjördæmapot og hrossaprang

Eitt sóðalegasta dæmi seinni tíma um sóðalegt kjördæma- og hagsmunapot fór fram á Alþingi þegar ráðherra úr Norðausturkjördæmi veitti þingmanni úr sama kjördæmi lánsloforð upp á milljarða króna til gerðar Vaðlaheiðarganga.

Einn hluti skrípaleiksins fólst í því að stofnað var einkahlutafélag í meirihlutaeigu ríkissjóðs og væntanlega hefur þessi sami ráðherra farið með hlut ríkisins í félaginu og þingmaðurinn úr kjördæminu sat í félagsstjórninni. Síðan var samið um að ríkið tæki lán til að lána félaginu, eingöngu til að falsa ríkisbókhaldið, en opinberlega átti að líta út fyrir að ríkissjóður væri ekki að auka skuldsetningu sína með þessari framkvæmd.

Annar hluti blekkingarleiksins var að birta vanreiknaða kostnaðaráætlun og ofreiknaða tekjuáætlun til þess að réttlæta framkvæmdina og láta líta svo út að rekstur þeirra myndi skila nægum hagnaði til að greiða framkvæmdina niður á tuttugu til tuttuguogfimm árum.

Nú hefur allt sjónarspilið og blekkingarnar verið afhjúpaðar með óháðri úttekt sérfræðings með mikla reynslu af slíkum framkvæmdum, t.d. Hvalfjarðargöngunum og með vinnu fyrir lífeyrissjóðina vegna Vaðlaheiðarganganna.

Á þessum síðustu og verstu tímum er lágmarkskrafa að hreinræktuðum blekkingum sé ekki beitt til þess að koma framkvæmdum í gang í einstökum kjördæmum.


mbl.is Veggjöld standi ekki undir kostnaði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 6. janúar 2012

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband