Satt og logið, sitt er hvað

Athyglisvert er að allir helstu leiðtogar og sérfræðingar austan hafs og vestan tala opinskátt um evru- og skuldakreppuna og leyna engu um þá erfiðleika sem framundan eru til næstu ára við lausn þeirra erfiðleika.

Þetta á við um alla, sem um vandann ræða, aðra en íslenska Samfylkingingarmenn og þá fáu sem fylgja þeim í tilraunum þeirra til þess að innlima Ísland sem útnárahrepp í væntanlegt stórríki ESB.

Það er mikið hagsmunamál fyrir Íslendinga að vel takist til við úrlausn vandamálanna í Evrópu, sem er helsta markaðssvæði íslenskra útflutningsafurða, þannig að kreppan í nálægum löndum mun fyrr eða síðar koma niður á lífskjörum hér á landi og þar með auka á þá erfiðleika sem við er að etja. Með núverandi ríkisstjórn mega Íslendingar ekki við miklum áföllum þar til viðbótar.

Vegna þess vanda sem við er að glíma í nágrannalöndunum er nauðsynlegt að Íslendingar ræði málin af hreinskilni og að ríkisstjórnin fari að ræða í fullri alvöru um tilganginn með því að halda innlimunaráætluninni til streitu.


mbl.is Segir Evrópu á barmi kreppu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Stefnir í skemmtilegra kosningar og erfiða stjórnarmyndun

Eins og útlitið er núna stefnir í að a.m.k. tíu stjórnmálaflokkar bjóði fram í næstu Alþingiskosningum og verður það þá algert met í framboði stjórnmálaafla, en líklegt að eftirspurnin verði lítil í einhverjum tilfellum.

Kæmu allir þessir flokkar fulltrúum á þing er hætt við að stjórnarmyndun gæti orðið erfið í kjölfarið og varla yrði um sterka ríkisstjórn að ræða, yrði hún samansett úr fjórum til fimm flokkum með þeim hrossakaupum sem því myndu fylgja. Nóg hefur fólki þótt um hrossakaup og vandræðagang þeirrar tveggja flokka stjórnar sem nú situr að völdum og væri ekki á bætandi með fleiri flokka þar innanborðs.

Allt bendir sem sagt til að næstu kosningar verði spennandi og skemmtilegar, en eftirköstin gætu orðið óspennandi og lítt skemmtileg.


mbl.is Fjölgun flokka alþjóðleg þróun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 4. janúar 2012

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband